Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Vísir þekkingafyrirtæki landsins
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdarstjóri Vísis, veitti verðlaununum viðtöku frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og var að vonum ánægður með viðurkenninguna. Mynd: Vísirhf.
Fimmtudagur 17. maí 2018 kl. 06:00

Vísir þekkingafyrirtæki landsins

Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf. hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin í ár en Vísir ásamt Arion banka, HB Granda og Skagans 3X voru tilnefnd til þekkingarverðlauna Félags viðskipta- og hagfræðinga. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Íslenska þekkingardeginum í Iðnó á föstudaginn.

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, veitti verðlaununum viðtöku og var að vonum ánægður með viðurkenninguna: „Þetta er góð viðurkenning fyrir þá vinnu sem starfsfólk okkar hefur unnið síðasta áratuginn og mikil hvatning til að halda áfram á sömubraut.“  Pétur sagði einnig að það að þrjú af tilnefndu fyrirtækjunum kæmu úr sjávarútvegi væri „staðfesting á því hvar sjávarútvegurinn stendur í tæknibyltingunni.  Samstarf sjávarútvegsins og tæknifyrirtækjanna væri að verða mjög sýnilegt“, segir á heimasíðu Vísis hf.

Public deli
Public deli

Við val á þekkingarfyrirtæki ársins 2018 var horft til þeirra fyrirtækja sem eru leiðandi í stafrænum lausnum og hafa með nýsköpun í tækni bætt rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Leitað var eftir fyrirtækjum sem hafa með aukinni sjálfvirkni bætt þjónustu, afköst, nýtingu og/eða framleiðni. Einnig var mikilvægt að fyrirtækin starfi í sátt við samfélagið og séu með ríka umhverfisvitund.

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Vísir hafi náð eftirtektarverðum árangri í rekstri sínum og aukið framleiðni og skilvirkni með innleiðingu og þróun stafrænna lausna.  Vísir hafi með innleiðingu stafrænna lausna náð hagræðingu í rekstri með virkri stýringu flotans, nýtingarauka og hærra hlutfalli í betur borgandi afurðir. Þannig opnar tæknin þann möguleika að Vísir klári framleiðsluferlið beint í neytendapakkningar sem spara milliflutninga og milliumbúðir, en það sé stórt skref í að minnka kolefnisspor sjávarútvegsins ennfrekar.