Vísir: Starfsmenn fá sumaruppbót
Vísir hf. í Grindavík hefur ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sínum í landi 55 þúsund króna sumaruppbót, miðað við fullt starf. Uppbótin verður greidd 11. júní. Þetta hefur verið tilkynnt á heimasíðu fyrirtækisins.
„Ástæða uppbótarinnar er sú að okkur hefur tekist að mæta mjög krefjandi rekstrarumhverfi með góðri samvinnu og samstilltu átaki allra starfsmanna. Tryggð starfsmanna og vilji til góðra verka verður áfram það afl sem félagið mun byggjast á,“ segir Pétur Hafstein Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.