Vísir í Grindavík tekur öll sölumál í eigin hendur
Fiskvinnslufyrirtækið Vísir í Grindavík hefur stokkað upp öll sölumál sín á saltfiskafurðum og saltsíld og tekið þau í eigin hendur, en til þessa hafa um 70% af afurðum fyrirtækisins verið seld í gegnum SÍF. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hið nýja fyrirtæki nokkurra fyrrum starfsmanna SÍF Seafood Union verði söluaðili fyrirtækisins á Ítalíumarkaði. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Vísir er einn stærsti framleiðandi á saltfiskafurðum hér á landi og framleiðir um fjögur þúsund tonn af saltfiskafurðum árlega. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hér eftir myndi fyrirtækið halda utan um sölumál sín sjálft og velja sér samstarfsaðila í hverju tilviki fyrir sig með hliðsjón af hagsmunum fyrirtækisins til lengri og skemmri tíma. Krafa yrði gerð um algert gegnsæi og þátttöku fyrirtækisins í söluferlinu með beinum tengslum við kaupendur og ráðstöfun afurðanna. Fyrirtækið myndi jafnframt velja sér fáa samstarfsaðila á hverjum markaði fyrir sig eftir eðli markaðssvæðanna og væru engir kaupendur útilokaðir hvað það varðaði. Þannig litu þeir á dótturfélög stóru sölufyrirtækjanna sem góða kaupendur í þessari flóru.
Pétur bætti því við að fyrirtækið væri þegar búið að ákveða samstarfsaðila á markaðnum á Ítalíu, en þangað hefur um fjórðungur afurða fyrirtækisins farið í gegnum árin. Sá samstarfsaðili væri Seafood Union, en þeir teldu það sterkasta kostinn á þeim markaði, auk þess sem það uppfyllti allar kröfur þeirra um vinnubrögð í þessum efnum. Jafnframt væru aðrir markaðir enn þá til skoðunar.
Pétur sagði að þessi breyting á sölumálum fyrirtækisins ætti sér um tveggja ára aðdraganda og mætti rekja til breytinga sem SÍF hefði gert á sínu innra skipulagi og sneri að viðskiptum við Vísi, sem hefði verið kominn aftur úr öðrum framleiðendum hvað afkomu snerti.
Tilbúnir til viðræðna
"Við höfum lýst því yfir við aðra framleiðendur og útflutningsaðila að við erum tilbúnir til viðræðna um breiða samstöðu um sölumál á saltfiski og saltsíld með aðkomu allra þeirra bestu, enda teljum við það bestu trygginguna til lengri tíma litið til þess að halda uppi verði á íslenskum afurðum í samkeppninni við Norðmenn og Færeyinga." Hann bætti því við að fyrirtæki í sjávarútvegi yrðu að beita öllum meðulum til að mæta tapi vegna hás gengis, segir í Morgunblaðinu í dag.
Vísir er einn stærsti framleiðandi á saltfiskafurðum hér á landi og framleiðir um fjögur þúsund tonn af saltfiskafurðum árlega. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hér eftir myndi fyrirtækið halda utan um sölumál sín sjálft og velja sér samstarfsaðila í hverju tilviki fyrir sig með hliðsjón af hagsmunum fyrirtækisins til lengri og skemmri tíma. Krafa yrði gerð um algert gegnsæi og þátttöku fyrirtækisins í söluferlinu með beinum tengslum við kaupendur og ráðstöfun afurðanna. Fyrirtækið myndi jafnframt velja sér fáa samstarfsaðila á hverjum markaði fyrir sig eftir eðli markaðssvæðanna og væru engir kaupendur útilokaðir hvað það varðaði. Þannig litu þeir á dótturfélög stóru sölufyrirtækjanna sem góða kaupendur í þessari flóru.
Pétur bætti því við að fyrirtækið væri þegar búið að ákveða samstarfsaðila á markaðnum á Ítalíu, en þangað hefur um fjórðungur afurða fyrirtækisins farið í gegnum árin. Sá samstarfsaðili væri Seafood Union, en þeir teldu það sterkasta kostinn á þeim markaði, auk þess sem það uppfyllti allar kröfur þeirra um vinnubrögð í þessum efnum. Jafnframt væru aðrir markaðir enn þá til skoðunar.
Pétur sagði að þessi breyting á sölumálum fyrirtækisins ætti sér um tveggja ára aðdraganda og mætti rekja til breytinga sem SÍF hefði gert á sínu innra skipulagi og sneri að viðskiptum við Vísi, sem hefði verið kominn aftur úr öðrum framleiðendum hvað afkomu snerti.
Tilbúnir til viðræðna
"Við höfum lýst því yfir við aðra framleiðendur og útflutningsaðila að við erum tilbúnir til viðræðna um breiða samstöðu um sölumál á saltfiski og saltsíld með aðkomu allra þeirra bestu, enda teljum við það bestu trygginguna til lengri tíma litið til þess að halda uppi verði á íslenskum afurðum í samkeppninni við Norðmenn og Færeyinga." Hann bætti því við að fyrirtæki í sjávarútvegi yrðu að beita öllum meðulum til að mæta tapi vegna hás gengis, segir í Morgunblaðinu í dag.