Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Vísir bauð nýja starfsmenn velkomna
  • Vísir bauð nýja starfsmenn velkomna
    Pétur Pálsson framkvæmdastjóri Vísis.
Miðvikudagur 3. september 2014 kl. 11:01

Vísir bauð nýja starfsmenn velkomna

Starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík hefur fjölgað talsvert, eftir að 125 fyrrum starfsmenn fyrirtækisins frá Djúpavogi og Húsavík hafa bæst í hópinn og vinnsla á ferskum og frystum fiski verið færð til Grindavíkur. „Við þurfum að geta mætt öllum óskum viðskipavina okkar, hvort sem þeir vilja ferskan, frystan eða saltaðan fisk. Þess vegna var eini kosturinn í stöðunni, að sameina þessa vinnslu alla hér. Við erum að byggja hér upp fjölbreytta og góða fiskvinnslu og vonum að öllu okkar starfsfólki eigi eftir að líða hér vel,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, á kynningu fyrir starfsfólkið. Frá þessu er greint á Kvotinn.is.

Farin var kynnisferð um fyrirtækið með nýja starfsfólkin og Grindavíkurbær kynnti bæinn fyrir fólkinu, sem allt hefur fengið húsnæði, ýmist til frambúðar eða bráðabirgða uns endanlegt húsnæði verður tilbúið eftir um mánuð. Fólkið fær ýmist inni í stóru blokkinni sem lengst af hefur staðið nánast auð og í húsakynnum Hafrennings og víðar.

Starfsmönnum stendur svo til boða morgunkaffi á vinnustað, því verður boðið í jólahlaðborð í Bláa Lóninu, það fær líkamsræktarstyrk, íslenskukennslu og auk þess ýmis námskeið og fræðslu.
Eins og áður sagði verða starfsmenn 125, 58 frá Póllandi, 54 frá Íslandi, 6 Tælendingar, þrír Júgóslavar, einn Frakki, einn frá Nígeríu, einn frá Noregi og loks einn frá Bandaríkjunum. Alls eru karlar 58 og konur 67. Hópunum sem nú koma frá Djúpavogi, 19 alls, og frá Húsavík, 43, fylgja 11 börn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024