Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 28. júní 2000 kl. 12:49

Vísindamenn í skoðunarferð

Hópur erlendra vísindamanna, á vegum Siglingastofnunar Íslands, heimsótti Grindavíkurhöfn sl. þriðjudag og kynnti sér þar aðstæður í innsiglingu, sem á sér vart hliðstæðu.Þetta var 60 manna hópur, frá 17 þjóðlöndum sem kom til Grindavíkur að kynna sér hönnun á innsiglingunni og görðunum. Dagana 25.-29. júní, mun þessi alþjóðlegi vinnuhópur halda ráðstefnu í Reykjavík, en hún fjallar um öldur á grunnsævi. „Nokkuð vel hefur tekist til við þróun ölduspár á úthafi en mun erfiðara er að lýsa öllum þeim áhrifum sem aldan verður á leið sinni inn til strandar. Í skýrslu um líkantilraunir af innsiglingunni að Grindavíkurhöfn, frá því í maí 1997, er lýst öldusveigsreikningum frá hafi að Sundaboða. Aðilar í þessum hópi þróuðu aðferðafræði, sem Siglingastofnun beitti við þessa reikninga“, sagði Gísli Viggósson, forstöðumaður hafnasviðs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024