Vísindakaffi í bíósal Duus-húsa á morgun
Vísindakaffi Rannís og Háskólaseturs Suðurnesja verður á morgun, miðvikudaginn 24. september kl. 18:00 í Duus húsi (bíósal). Í vísindakaffinu verður umræðuefnið „Gangster eða gæðablóð? - þættir í lífi sílamáfsins“
Gunnar Þór Hallgrímsson líffræðingur mun flytja forvitnilegt erindi um sílamáfinn, einn okkar umdeildasta fugl. Gestir fá tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðum að erindi loknu. Allir velkomnir í kaffi og fuglaspjall á mannamáli.