Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vísbendingar um að sprungan gæti lengst til norðurs
Eldgosið í Meradölum. VF-myndir: Ingibergur Þór Jónasson
Fimmtudagur 4. ágúst 2022 kl. 18:39

Vísbendingar um að sprungan gæti lengst til norðurs

Virkni eldgossins í Meradölum hefur verið svipuð og minni skjálftavirkni á svæðinu núna. Hraunbreiðan stækkar hratt og hraun er farið að flæða út úr dalverpinu þar sem sprungan opnaðist. Sprungan er ekki jafnlöng og í gær en flæðið er mest fyrir henni miðri og vísbendingar um að sprungan gæti lengst til norðurs. Haldið verður áfram að fylgjast með svæðinu. Svo virðist sem ekki sé komið jafnvægi á þrýstinginn í kvikuganginum. Samkvæmt jarðeðlisfræðingum felur það væntanlega í sér að annað hvort á flæðið eftir að aukast upp úr ganginum eða að gos gæti hugsanlega hafist á nýjum stað. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Almannavarnavörnum.

Í kvöld mun lægja á svæðinu og þá er hætta á að gas safnist saman í lautum. Einnig fer gasmengunin að hluta til yfir gönguleiðina að gosstöðvunum í norðanáttinni sem er ríkjandi núna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024