VÍS tryggir Fasteignir Reykjanesbæjar ehf.
Þann 6. desember síðastliðinn voru opnuð tilboð í vátryggingar fyrir Fasteignir Reykjanesbæjar ehf og var tilboði Vátryggingafélags Íslands hf. tekið. Í dag var síðan undirritað samkomulag á milli þessara aðila um vátryggingarvernd til 5 ára. Samkomulagið gildir frá 1. janúar 2003. Um er að ræða brunatryggingar fasteigna og húseigendatryggingar eigna sem eru í Fasteigna Reykjanesbæjar.Við undirritun samkomulagsins mættu eftirfarandi aðilar: Auður Sigurðardóttir þjónustufulltrúi atvinnutrygginga VÍS, Gunnar G. Guðlaugsson umdæmisstjóri VÍS á Suðurnesjum, Pétur Már Jónsson framkvæmdastjóri atvinnutryggingasviðs VÍS, Viðar Már Aðalsteinsson forstöðumaður umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar, Ellert Eiríksson stjórnarformaður Fasteigna ehf og Brynjólfur Guðmundsson verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Suðurnesja en Verkfræðistofa Suðurnesja sá um útboðið.