Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

VÍS styrkir átak Mænuskaðastofnunar Íslands
Miðvikudagur 9. desember 2009 kl. 09:12

VÍS styrkir átak Mænuskaðastofnunar Íslands

VÍS hefur veitt Mænuskaðastofnun Íslands þriggja milljóna króna styrk vegna undirskriftasöfnunar stofnunarinnar sem nú fer fram á Norðurlöndum í tengslum við áskorun Mænuskaðastofnunar á Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mænuskaðastofnun Íslands hefur hrint af stað auglýsingaherferð á Norðurlöndum til að vekja athygli á því hve leit að lækningu við mænuskaða miðar hægt. Þar er fólk hvatt til að skrifa undir áskorun á WHO um að beita sér fyrir alþjóðlegu átaki til að leita að lækningu á mænuskaða en mænuskaði kostar þjóðir heims tugi milljarða króna árlega og veldur mikilli mannlegri þjáningu. Auglýsingar stofnunarinnar verða birtar í þrjár vikur í sjónvarpsstöðvum á öllum Norðurlöndum og hafa verið opnaðar síður á norðurlandamálunum á heimasíðu stofnunarinnar www.isci.is þar sem sækja má upplýsingar um baráttumál Mænuskaðastofnunar.

VÍS hefur til fjölda ára starfrækt forvarnadeild sem meðal annars vinnur að því að koma í veg fyrir slys og óhöpp sem geta valdið mænuskaða og metur félagið því mikils frumkvæði Mænuskaðastofnunar.

“Þessi styrkur skiptir okkur verulegu máli í því átaki sem nú stendur yfir,” sagði Auður Guðjónsdóttir formaður Mænuskaðastofnunar Íslands þegar hún tók við styrknum úr hendi Guðmundur Arnar Gunnarssonar forstjóra VÍS. Stefnt er að því að afhenda forstjóra Evrópudeildar WHO undirskriftirnar snemma á næsta ári.


Myndatexti: Auður Guðjónsdóttir formaður Mænuskaðastofnunar Íslands tekur við styrknum úr hendi Guðmundar Ö. Gunnarssonar forstjóra VÍS.