Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Virtu ekki stöðvunarskyldu
Þriðjudagur 28. júní 2005 kl. 09:57

Virtu ekki stöðvunarskyldu

Lögreglan í Keflavík kærði tvo ökumenn í gærdag fyrir að stöðva ekki þar sem stöðvunarskylda er. Auk þess voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur en sá sem hraðast ók var mældur á 121 km hraða á Grindavíkurvegi. Annar mældur á 117 km hraða á Sandgerðisvegi og sá þriðji á 113 km hraða á Reykjanesbraut.

Rúmlega kl. 19:00 kom upp eldur í fólksbifreið í Grófinni í Keflavík og var eldurinn slökktur áður en slökkvilið kom á staðinn. Litlar skemmdir urðu.

Á kvöldvaktinni stöðvaði lögreglan akstur á óskráðu torfæruhjóli á Njarðarbraut, í ljós kom að ökumaðurinn hafði ekki réttindi til aka hjólinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024