Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Virkniþing fyrir öll í Hljómahöll
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 7. nóvember 2022 kl. 14:00

Virkniþing fyrir öll í Hljómahöll

Virkniþing Suðurnesja mun fara fram miðvikudaginn 9. nóvember frá kl. 13:00-17:00. Þingið mun fara fram í Hljómahöll og er í raun hátíð á vegum Velferðarnets Suðurnesja þar sem framboð á fjölbreyttri afþreyingu, virkniúrræðum og iðju fyrir fullorðið fólk á Suðurnesjum er kynnt með skemmtilegum hætti.

Hljómahöll verður opin fyrir gestum og gangandi á fyrrnefndum tíma og mun þeim gefast tækifæri til þess að ganga um salinn og kynna sér frábært framboð á starfi fyrir fullorðna á Suðurnesjum. Þá munu yfir 30 félagasamtök, starfsstöðvar ríkis og sveitarfélaga, einkafyrirtæki og aðrir kynna sína starfsemi.

Kaffiveitingar verða í boði, skemmiatriði á sviði inn á milli yfir daginn og létt stemning í salnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Virkniþingsstjóri verður Hallbjörn Valger Rúnarsson, þroskaþjálfi og deildarstjóri á atvinnu- og virknisviði Sólheima, oft þekktur sem Halli Valli, Sandgerðingur og söngvari pönksveitarinnar Ælu.

Virkniþingið er öllum opið og eru öll hvött til þess að mæta. 

Virkniþingið fer fram í Hljómahöll miðvikudaginn 9. nóvember