Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Virkjun í jólaskapi
Mánudagur 14. nóvember 2011 kl. 11:16

Virkjun í jólaskapi

Virkjun mannauðs á Reykjanesi er í jólaskapi þessa daganna og því byrja nokkur námskeið-hópar í þessari viku sem tengjast beint og óbeint jólunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Námskeið í jólakortagerð verður á fimmtudögum kl 10 til 12 og sjálfboðaliði þar er Marta Markúsdóttir. Þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja senda listræn og persónuleg kort.

Námskeið í brýningu hnífa verður fimmtudaginn 17. Nóvember klukkan 13:30. Það er nú óþarfi að lenda í því að stórfjölskyldan er mætt í mat, steikin stendur tilbúin en ekki finnst beittur hnífur í eldhúsinu! Þú mætir bara í Virkjun og lærir réttu handtökin við að brýna og stála hnífa og reiðir svo fram fallegar og snyrtilegar sneiðar í næsta boði. Ekki má gleyma því að brytja lauk með beittum hníf er hið minnsta mál og án allra tára. Ef þú vilt að námskeiðið verði þér til sem mest gagns skaltu koma með þá hnífa sem þú vilt brýna, einnig ef þú átt áhöld eins og brýni og stál að koma með slíkt. Sjálfboðalið er Jónas Jónsson stálari.

Saumanámskeið (hópur) verður fimmtudaga kl 13:00. Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem þurfa að stytta buxurnar eða gera við saumsprettuna á jóladressinu. Einnig fyrir þá sem eru að eignast saumavél og vilja læra betur á hana. Svona mætti telja upp margt sem þarf að sauma fyrir jólin. Sjálfboðalið er Kristín Sveinsdóttir.

Myndlistarnámskeið (hópur) verður á þriðjudögum kl 13:30. Tilvalið fyrir þá sem vilja byrja og einnig þá sem vilja byrja aftur á listsköpun fyrir jólin. Sjálfboðaliðar Páll Árnason og Hannes Friðriksson.

Þetta eru ókeypis námskeið í boði sjálfboðaliða og Virkjunar.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að hafið samband í síma 426-5388 eða á fésbókinni; Virkjun mannauðs á Reykjanesi og tölvupósti; [email protected]

Virkjun er að Flugvallabraut 740. Ásbrú. Opið alla vika daga frá kl 08-16

Kær kveðja, Virkjun.