Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Virkjum hæfileikana-alla hæfileikana“
Mánudagur 30. mars 2015 kl. 11:23

„Virkjum hæfileikana-alla hæfileikana“

Bæjarstjóri fékk afhenta öskju

Linda Björg Björgvinsdóttir og Íris Guðmundsdóttur, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, færðu Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra í vikunni öskjuna „Virkjum hæfileikana-alla hæfileikana“. Með afhendingunni binda Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtök Þroskahjálpar vonir við að stjórnendur fyrirtækja sjái tækifæri í að ráða atvinnuleitendur með skerta starfsgetu í störf.

Hópur atvinnuleitenda með skerta starfsgetu sem er á skrá hjá Vinnumálastofnun er mjög fjölbreyttur. Allir eiga það þó sameiginlegt að vilja vera virkir í samfélaginu og fá tækifæri til að vinna. Hægt er að ráða í hlutastörf eða fullt starf á grundvelli vinnusamnings milli öryrkja og launagreiðenda. Við ráðningu felst möguleiki á stuðningi frá ráðgjöfum Vinnumálastofnunar sem getur falist í þjálfun, stuðningi og eftirfylgni á vinnustað. Hægt er að óska eftir starfsfólki með skerta starfsgetu í gegnum starfagátt Vinnumálastofnunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrirmyndardagurinn verður haldinn 17. apríl nk. Þá fá atvinnuleitendur með skerta starfsgegu tækifæri til þess að vera gestastarfsmenn hjá fyrirtækjum og stofnunum í einn dag. Meðfylgjandi mynd var tekin í Bókasafni Reykjanesbæjar á fyrirmyndardeginum 2014. Friðrik Hrafn Jónsson var gestastarfsmaður og sést hér fá leiðsögn frá Guðnýju Húnbogadóttur bókaverði.