Virkjanir og dreifikerfi HS óskemmd eftir jarðskjálfta
Búið er að fara eftirlitsferð yfir virkjanir Hitaveitu Suðurnesja og dreifikerfi eftir jarðskjálftann öfluga sem gekk yfir á fimmtudag.
Ekkert óeðlilegt kom fram og þá hefur ekki orðið vart við neinar skemmdir í dreifikerfum, hvorki rafmagns né vatnsdreifikerfum.
Júlíus Jónsson, forstjóri HS, sendi erindi á Samorku í gær þar sem hann bauð fram aðstoð HS, ef þörf er talin á aðstoð við önnur orkufyrirtæki.
Ljósmynd: Þorgrímur St. Árnason