Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Virða hraðahindranir að vettugi
Mánudagur 4. júlí 2005 kl. 15:00

Virða hraðahindranir að vettugi

Þrátt fyrir að hraðahindranir hafi verið setta upp á þjóðveginum í gegnum Hafnir virðist sem nokkrir vörubílstjórar láti sér ekki segjast.

Íbúar Hafna hafa orðið vitni að því þegar ákveðnir bílstjórar slengja tengivögnum bifreiðanna utan í stöplana, sem hefur verið komið fyrir á veginum, til að hnika þeim út af veginum.

Íbúi sem hafði samband við Víkurfréttir sagði greinilegt að þörf væri á frekari aðgerðum til að draga úr slysahættunni sem hlýst af hraðakstri vörubifreiða um Hafnaveg.

Hér má sjá fyrri frétt vf.is

VF-myndir/Þorgils: Á fyrri myndinni má glögglega sjá að kvarnast hefur upp úr steypustöpli og á þeirri seinni er búið að ýta öðrum út í kant.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25