Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinstri grænir heimsækja Suðurnesjamenn í dag og á morgun
Mánudagur 19. september 2005 kl. 17:26

Vinstri grænir heimsækja Suðurnesjamenn í dag og á morgun

Í dag og á morgun heimsækja þingmenn og fleiri forustumenn  Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs Suðurnes.

Boðið verður í kaffispjall í Vitanum í Sandgerði klukkan 17.30-19.00  en þar verða þau Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason og Þuríður Backman  alþingismenn, Dögg Hugosdóttir formaður Ungra vinstri grænna og Katrín  Jakobsdóttir varaformaður flokksins.

Á sama tíma eða klukkan 17.30-19.00 verður spjall yfir kaffibolla í  Saltfiskssetrinu í Grindavík með þeim Kolbrúnu Halldórsdóttur  alþingismanni, Steingrími J. Sigfússyni formanni, Svandísi  Svavarsdóttur framkvæmdastjóra og Degi Snæ Sævarssyni formanni Ungra  vinstri grænna í Reykjavík.

Hópurinn mun fara um ásamt heimamönnum og heimsækja vinnustaði, skóla  og fleiri stofnanir og hitta sveitarstjórnarmenn og fleiri aðila að máli. Heimsókninni lýkur með opnum og almennum stjórnmálafundi þar sem rædd verða bæði málefni Suðurnesja og stjórnmál líðandi stundar.  Fundurinn verður haldinn í Ingimundarbúð á Ránni í Keflavík  þriðjudagskvöldið 20. september klukkan 20.00. Allir velkomnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024