Vinsælt að gúggla Ragnheiði Söru

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í CrossFit, er fimmti mest gúgglaði Íslendingurinn á alþjóðavísu á árinu sem er að líða, samkvæmt árlegri úttekt auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipti. Þá er hljómsveitin Of Monsters and Men, í öðru sæti listans, en hún var gúggluð um 1,3 milljón sinnum.

Þetta er í fjórða sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Listinn er langt frá því að vera tæmandi og ber að líta á „gúggl-listann” sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.