SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Vinsælast 2012: Fannst dáinn í ísskápnum
Mánudagur 31. desember 2012 kl. 08:16

Vinsælast 2012: Fannst dáinn í ísskápnum

Húsráðanda í Reykjanesbæ var verulega brugðið á vormánuðum þegar karlmaður fannst meðvitundarlaus hálfur inn í ísskáp á heimilinu. Maðurinn hafði ekki ratað inn í rétta íbúð í fjölbýlishúsi vegna ofurölvunar.
Svo virðist sem maðurinn hafi orðið svangur og ætlað að næla sér í eitthvað gott í gogginn innarlega úr voldugum amerískum ísskápi. Við það að stela úr ísskápnum virðist maðurinn hafa sofnað áfengissvefni og fannst þannig í morgunsárið. Svo hljóðar vinsælsta fréttin á vef Víkurfrétta árið 2012.

Að sögn húsráðanda var ekki um neitt annað að ræða en að kalla til lögreglu sem fjarlægði manninn úr ísskápnum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25