Vinsælar verslunarferðir til Reykjanesbæjar
Tilboð Hótels Keflavíkur til íbúa utan Reykjanesbæjar um fría gistingu, versli þeir fyrir andvirði gistingarinnar í búðum eða þjónustustöðum bæjarins, hefur mælst mjög vel fyrir. Alls eru 20 herbergi í boði á dag eða 400 gistinætur í desember. Herbergin hafa verið vel nýtt þennan tíma sem tilboðið hefur staðið að sögn Svarnfríðar Pálsdóttur móttökustjóra hótelsins. Nú um helgina var fullt í öllum herbergjum og sumir gistu í nokkrar nætur. Steinþór Jónsson hótelstjóri segir að fólk njóti þess að koma til Reykjanesbæjar, versla á Hafnargötunni og fara svo út að borða eða gera sér eitthvað annað til gamans.
Ormur Georgsson er úr Keflavík en er búsettur á Akureyri um þessar mundir. Hann var á hótelinu í fjórar nætur ásamt Sigurlaugu Hinriksdóttur. Ormur frétti af þessu tilboði í gegnum síma frá móður sinni sem er búsett hérna á svæðinu. Hann ákvað að slá tvær flugur í einu höggi, heimsækja mömmu og gera jólainnkaupinn. „Þetta er búið að vera alveg frábært og ég vil bara þakka hótelinu fyrir að bjóða upp á Þetta, það eru ekki allir sem eru tilbúnir að gera svona fyrir bæjarfélagið sitt", sagði Ormur og Sigurlaug tók brosandi undir það. Ormur segist hafa gert öll sín jólainnkaup í Reykjanesbæ og hafa fundið allt sem hann var að leita að. „Ég vil að það komi fram að ég er mjög ánægður með góða og persónulega þjónustu í búðunum hérna", sagði Ormur að lokum.
Ragnheiður Guðjohnsen og Karen Björnsdóttir fréttu af tilboðinu frá vinahjónum sínum sem voru á leið hingað að nýta sér tilboðið. Þær fengu eiginmenn sína til að koma með sér og á endanum varð úr 12 manna hópur vinahjóna sem kom hingað saman. „Ég fann allt sem ég var að leita að og hef aldrei verið svona fljót að versla", sagði Karen. "Ég og maðurinn minn áttum brúðkaupsafmæli og þessi ferð var bæði góð fyrir hjónabandið og innkaupin. Mér fannst æðislegt að koma inn í Stapafell og kaupa inn þar vegna þess að þar var búið að pakka svo mörgu inn fyrir mann", sagði Ragnheiður ánægð með afraksturinn. Þær sögðust hafa keypt gjafir og þjónustu fyrir 25 þúsund hvor og báðar eiga þær von á því að koma aftur í Reykjanesbæ að versla. „Þetta er bara eins og að fara helgarferð til útlanda", sagði Karen Björnsdóttir að lokum. Tilboðið stendur alveg fram að jólum og nú er hver að verða síðastur að gera jólainnkaupin í Reykjanesbæ og fá fría gistingu í kaupbæti á Hótel Keflavík.
Ormur Georgsson er úr Keflavík en er búsettur á Akureyri um þessar mundir. Hann var á hótelinu í fjórar nætur ásamt Sigurlaugu Hinriksdóttur. Ormur frétti af þessu tilboði í gegnum síma frá móður sinni sem er búsett hérna á svæðinu. Hann ákvað að slá tvær flugur í einu höggi, heimsækja mömmu og gera jólainnkaupinn. „Þetta er búið að vera alveg frábært og ég vil bara þakka hótelinu fyrir að bjóða upp á Þetta, það eru ekki allir sem eru tilbúnir að gera svona fyrir bæjarfélagið sitt", sagði Ormur og Sigurlaug tók brosandi undir það. Ormur segist hafa gert öll sín jólainnkaup í Reykjanesbæ og hafa fundið allt sem hann var að leita að. „Ég vil að það komi fram að ég er mjög ánægður með góða og persónulega þjónustu í búðunum hérna", sagði Ormur að lokum.
Ragnheiður Guðjohnsen og Karen Björnsdóttir fréttu af tilboðinu frá vinahjónum sínum sem voru á leið hingað að nýta sér tilboðið. Þær fengu eiginmenn sína til að koma með sér og á endanum varð úr 12 manna hópur vinahjóna sem kom hingað saman. „Ég fann allt sem ég var að leita að og hef aldrei verið svona fljót að versla", sagði Karen. "Ég og maðurinn minn áttum brúðkaupsafmæli og þessi ferð var bæði góð fyrir hjónabandið og innkaupin. Mér fannst æðislegt að koma inn í Stapafell og kaupa inn þar vegna þess að þar var búið að pakka svo mörgu inn fyrir mann", sagði Ragnheiður ánægð með afraksturinn. Þær sögðust hafa keypt gjafir og þjónustu fyrir 25 þúsund hvor og báðar eiga þær von á því að koma aftur í Reykjanesbæ að versla. „Þetta er bara eins og að fara helgarferð til útlanda", sagði Karen Björnsdóttir að lokum. Tilboðið stendur alveg fram að jólum og nú er hver að verða síðastur að gera jólainnkaupin í Reykjanesbæ og fá fría gistingu í kaupbæti á Hótel Keflavík.