Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinnuvélanámskeið haldið í Reykjanesbæ
Mánudagur 19. maí 2003 kl. 14:51

Vinnuvélanámskeið haldið í Reykjanesbæ

Dagana 5. - 16 maí var haldið vinnuvélanámskeið á vegum Svæðisvinnumiðlunar Suðurnesja. Kennslan var í umsjón Ökuskóla Suðurlands ehf. og stóð yfir frá kl. 9:00 á morgnana til kl. 16:10 á daginn. 22 þátttakendur voru skráðir í þennan bóklega þátt stóra vinnuvélaprófsins og luku allir tilskildum tíma og þreyttu próf í lokin. Þátttakendur voru mjög ánægðir með kennsluna og létu vel að aðstæðum. Kennslan fór fram í salarkynnum Íþrótta- og ungmennafélagsins Keflavíkur að Hringbraut 108 þar sem aðstaða er til fyrirmyndar. Þátttakendur fengu afhent skírteini í lok námskeiðsins og var það sérstaklega tekið til greina hve hópurinn var vel samstilltur, jákvæður og áhugasamur. Þátttakendur gerðu góðan róm að kennurum námskeiðsins og klöppuðu þeim lof í lófa. Kennarar þessa námskeiðs voru þeir Svavar Svavarsson öku- og vinnuvélakennari, Daði Sveinbjörnsson vélstjóri og Finnbogi Pálsson vinnuvélastjóri. Skólastjóri Ökuskóla Suðurlands ehf. er Þráinn Elíasson öku- og vinnuvélakennari.
Þetta er í fyrsta sinn sem Vinnumiðlun Suðurnesja heldur svona stórt námskeið og óskar þátttakendum þess til hamingju með áfangann. Einnig langar undirritaðan fyrir hönd Svm. Suðurnesja að þakka þeim Einari Haraldssyni hjá Íþrótta- og ungmennafélaginu Keflavík og Þráni Elíassyni hjá Ökuskóla Suðurlands fyrir góða samvinnu.

Ketill G. Jósefsson
forstöðum. Svm. Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024