Mánudagur 6. júní 2005 kl. 17:24
Vinnuslys við flugstöðina
Maður féll af vinnupalli við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og brotnaði á úlnlið í fyrradag.
Í fyrstu var talið að meiðli hans væru alvarleg svo hann var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann fékk hins vegar að fara heim að lokinni aðhlynningu.