Vinnuslys í Vogum og innbrot í Sandgerði
Naglabyssa féll á höfuð manns í gær þegar hann var við vinnu í nýbyggingu í Vogum í gær. Maðurinn var sendur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og leiddi skoðun í ljós að hann er ekki alvarlega slasaður. Í gær var Lögreglunni í Keflavík tilkynnt um innbrot í Golfskálann í Sandgerði. Brotist hafði verið inn í skáp í skálanum og teknar 5 nýjar Rawling golfkylfur. Lögreglan í Keflavík biður þá sem kunna að geta veitt upplýsingar um málið að hafa samband í síma 420-2450.