Vinnuslys í skipasmíðastöð og hilla féll á höfuð barns
Karlmaður slasaðist þegar hann var að vinna í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í vikunni. Hann lá inni í hliðarskrúfu á vinstri hlið skipsins og var að losa járnskrúfu. Þar sem hún losnaði ekki við venjulegt átak greip maðurinn m.a. til þess ráðs að hita hana með gastæki og nota glussatjakk til að skapa þrýsting. Við það sprakk skrúfan út úr skrúfganginum, skaust um það bil hálfan metra, og hafnað á enni mannsins.
Hann fékk skurð á ennið og var fluttur undir læknis hendur. Lögregla á Suðurnesjum gerði Vinnueftirlitinu viðvart um málið.
Þá féll maður í hálku og lenti á hnakkanum. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.
Loks féll hilla úr innréttingu á höfuð barns sem var í fangi móður sinnar þegar atvikið átti sér stað. Það var einnig flutt á HSS og málið tilkynnt til barnaverndarnefndar.