Vinnuslys í Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Vinnuslys varð í Skipasmíðastöð Njaðvíkur skömmu fyrir hádegi í gær. Starfsmaður sem var að vinna við hliðarfærsluvagn fótbrotnaði þegar hann yfirgaf vagninn. Lögreglu var tilkynnt atvikið og hún boðaði Vinnueftilitið á staðinn.Rólegt hefur verið hjá lögreglunni síðasta sólarhring og tíðindalaust í gærkvöldi og í nótt að sögn Skúla Jónssonar, varðstjóra.