HS Veitur
HS Veitur

Fréttir

Vinnuslys í Keflavíkurhöfn
Laugardagur 18. janúar 2020 kl. 11:40

Vinnuslys í Keflavíkurhöfn

Vinnuslys varð í vikunni um borð í bát þegar verið var að lagfæra leguhringi. Sá sem að því vann missti slípirokk með þeim afleiðingum að hann fékk djúpan skurð í fingur. Hann var fluttur í fyrstu höfn, sem var Keflavíkurhöfn. Þar biðu hans sjúkraflutningamenn sem hlúðu að honum og fluttu hann síðan á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag ökumann sem ók Reykjanesbraut, með aðra bifreið í dráttartaug, vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð sýndu jákvæðar niðurstöður á neyslu amfetamíns.
Þá voru í vikunni höfð afskipti af tveimur ökumönnum til viðbótar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og reyndist annað þeirra vera sviptur ökuréttindum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025