Vinnuslys í Helguvík
Þrítugur maður festi hendina í færibandi laust fyrir klukkan tíu í morgun en hann var að vinna við steypublöndun í Helguvík þegar slysið átti sér stað. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en meiðslin voru talin það alvarleg að nauðsynlegt þótti að flytja hann á Sjúkrahús Reykjavíkur til frekari rannsókna.