Vinnuslys í Grindavík
Í gær var tilkynnt um vinnuslys í fiskvinnslu í Grindavík, þar hafði maður farið með hendi í flökunarvél og skorist. Maðurinn var fluttur á Heilsugæsluna í Grindavík og var þar gert að sárum hans.
Á dagvakt lögreglunnar í gær voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á Grindavíkurvegi og hinn á Reykjanesbraut. Þeir voru báðir mældir á 113 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.
VF-Mynd: Úr safni