Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinnuskólinn með breyttu sniði
Þriðjudagur 5. júlí 2005 kl. 15:03

Vinnuskólinn með breyttu sniði

Skipulag Vinnuskólans er með nokkuð breyttu sniði þetta árið. Þeim sem nýhafa lokið 10. bekk er boðið upp á námskeið sem standa yfir í fjóra daga en ungmennin starfa hjá Vinnuskólanum í fjórar vikur.

Að sögn Ragnars Arnars Péturssonar, forvarnar og æskulýðsfulltrúa, eru námskeiðin ekki höfð lengri þar sem unga fólkið eru nýkomin af skólabekk og vilja því oftar en ekki frekar vinna úti. Þörf er á þessum námskeiðum að hans sögn þar sem þetta eru einstaklinga sem eru að fara í áframhaldandi nám eða út á hinn almenna vinnumarkað.

Námskeiðin eru mjög fjölbreytt og ýmis fyrirtæki og stofnanir sem standa að þeim. Lögreglan kemur og fræðir þau um ferlið á bak við bílprófin og umferðaröryggi. Tryggingamiðstöðin fræðir þau um hinar ýmsar tryggingar. Íslandsbanki kemur inn á fjármál einstaklinga og kennir þeim hvað það hefur í för með sér að vera ábyrgðarmaður, hvað kostar að hafa yfirdrátt og almenn kynning á starfsemi banka.

Þá koma félög á borð við Alþjóðahúsið og ræðir við þau um fordóma í samfélaginu og hvað það þýðir að vera íbúi í fjölmenningarlegu þjóðfélagi. Leiðtogaskólinn sem fellur undir Ungmennafélag Íslands, kennir framkomu, hlutverk leiðtoga og hópavinnu. Unglingasmiðjan Stígur er með námskeið um sjálfstyrkingu. Ungmennin taka þátt í verkefninu hugsað um barn auk 9. bekkjar og loks fara ungmennin á sæþotur.

Ekki er gert ráð fyrir að Reykjanesbær greiði Tryggingamiðstöðinni og Íslandsbanka fyrir þátttöku sína í námskeiðunum og hluti af störfum lögreglunnar er að sjá um fræðslu ýmiskonar. Forvarnarskóli Íslands færði Vinnuskóla Reykjanesbæjar 300 þúsund króna styrk og er hann notaður til að greiða niður námskeiðin.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024