Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 22. maí 2001 kl. 10:03

Vinnuskólarnir hefja starfsemi

Vinnuskólarnir á Suðurnesjum hefja starfsemi sína þriðjudaginn 5. maí. Unglingar á aldrinum 14-16 ára geta fengið vinnu. Í sumar verður boðið upp á ýmiskonar fræðslu og forvarnir á vegum skólanna og félagsmiðstöðva.
Í Reykjanesbæ hafa rúmlega 250 unglingar sótt um vinnu en tæplega 500 eiga rétt á umsóknum. Allir sem sækja um fá vinnu en að sögn Ragnars Arnar Péturssonar, skólastjóra Vinnuskólans skila 14 ára krakkar sér best í vinnuskólann. 15 og 16 ára unglingar fá vinnu allan daginn í átta vikur en þeir sem fermdust nú í vor eiga rétt á vinnu hálfan daginn í 6 vikur. Hjá vinnuskólanum starfa 14 flokkstjórar, 19 ára og eldri. Erfiðlega hefur gengið að manna þessar stöður, 6 manns sóttu um flokksstjórastöður á réttum tíma að sögn Ragnars. Nú hefur þó tekist að manna þessar stöður en alls 14 sóttu um. Námskeið fyrir flokkstjóra hefjast í næstu viku. Í Vinnuskólanum verður boðið upp á fræðslu um vímuvarnir auk þess sem stefnt er að því að ráða hjúkrunarfræðing til að kenna rétta líkamsbeitingu. Unglingar sem hafa sótt um vinnu hjá Vinnuskólanum fá send bréf í þessari viku þar sem allar upplýsingar um hvar þau eigi að mæta koma fram.
Síðustu ár hafa verið u.þ.b. 60 krakkar í Vinnuskólanum í Grindavík að sögn Óskars Ágústssonar, skólastjóra. Í síðustu viku voru enn að berast umsóknir þannig að ekki er ljóst hve margir verða í Vinnuskólanum. „Þetta veltur allt þá vinnu fyrir eldri krakkana. Þeir sem eru 16 ára fá oft vinnu annarsstaðar“, segir Óskar. Þar hefur einnig verið erfitt að fá fólk til að manna stöður flokksstjóra en það verður líklega gert í vikunni. Í Vinnuskólanum í Grindavík verður einnig boðið upp á ýmiskonar fræðslu og forvarnir.
Síðasta sumar voru 66 nemendur í Vinnuskólanum í Sandgerði og segir Ólafur Þór Ólafsson, íþrótta- og tómstundamálafulltrúi að búast megi við svipuðum fjölda í sumar. Þar fá allir krakkarnir vinnu í 9 vikur.
Í Vinnuskólanum í Vogum er gert ráð fyrir 40 nemendum. Þar geta krakkar á aldrinum 13 til 16 ára fengið vinnu. Yngsti hógurinn fær vinnu frá 13-16 í 2 vikur, 8. bekkingar fá vinnu í 4 vikur, hálfan daginn. Nemendur úr 9. og 10. bekk fá vinnu í 9 vikur allan daginn. Nýr umhverfisstjóri í Vogum sér um undirbúning Vinnuskólans auk þess sem öll fræðsla og forvarnir eru í hans höndum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024