Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinnueftirlitið lokar á lögregluna á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 11. febrúar 2003 kl. 14:16

Vinnueftirlitið lokar á lögregluna á Keflavíkurflugvelli

Haft er eftir Óskari Þórmundssyni yfirlögregluþjóni á Keflavíkurflugvelli í DV í dag að Vinnueftirlitið muni loka starfsstöð lögreglunnar í Grænási í dag þar sem vinnuaðstaðan uppfyllir ekki kröfur stofnunarinnar. Þar segir að mannskapurinn hafi gengið á því að það eigi að byggja stjórnsýslubyggingu undir starfsemi embættis sýslumannsins við Leifsstöð og á hún að vera þannig staðsett að hægt verði að ganga að henni báðum megin girðingarinnar. Nú sé hins vegar kominn afturkippur í þá framkvæmd.Óskar segir í DV að Vinnueftirlitið hafi margsinnis gefið lögreglunni frest til að koma á úrbótum, ekki síst í búningsaðstöðu. Óskar segir það hálfnöturlegt að vera í þessari húsnæðiseklu við hliðina á þessari glæsilegu flugstöð. Starfsemin hafi verið að aukast á Keflavíkurflugvelli, ekki síst vegna Schengen-samningsins og um áramótin hófst 100% sprengjuleit á öllum innritunarfarþegum og farangri.
Lögregluliðið á Keflavíkurflugvelli er nú 47 manns, auk öryggisvarða sem m.a. starfa við sprengjuleit en heyra undir lögregluna.

Myndin: Þessum gámum fyrir starfsaðstöðu hefur m.a. verið komið fyrir við starfsstöð lögreglunnar í Grænási. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024