Vinnueftirlit Varnarliðsins vinnur til æðstu verðlauna
Flotastöð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli vann nýlega til verðlauna bandaríska flotamálaráðuneytisins fyrir frábæran árangur í vinnuvernd þriðja árið í röð. Afhenti Connie DeWitte aðstoðarráðherra Bandaríkjaflota yfirmanni flotastöðvarinnar og Magnúsi Guðmundssyni forstöðumanni vinnueftirlits Varnarliðsins verðlaunin við athöfn á Keflavíkurflugvelli þriðjudaginn, 10. september.Flotastöðin á Keflavíkurflugvelli er stærsta deild Varnarliðsins og annast alla þjónustustarfsemi þess á varnarsvæðinu, þ.á.m. rekstur flugvallarins, húsnæðis, veitu- og birgðastofnana svo eitthvað sé nefnt. Auk 1.800 hermanna starfa um 880 Íslendingar hjá Varnarliðinu beint, flestir á flotastöðinni og er vinnueftirlitið rekið á vegum hennar. Auk þess starfa tæplega 800 manns á vegum íslenskra verktakafyrirtækja á varnarsvæðinu.
Íslensk vinnuverndarlög gilda á Keflavíkurflugvelli. Sú vinnuregla er þó viðhöfð að ávallt er farið eftir þeim lögum og reglugerðum, íslenskum eða bandarískum, sem ná lengra hverju sinni. Forstöðumaður og eftirlitsmenn vinnueftirlitsins eru íslenskir og annast þeir reglubundið eftirlit með öryggi og vinnuvernd í öllum mannvirkjum og á vinnustöðum á varnarsvæðinu auk öryggis við íþrótta- og tómstundaiðkun svo og á sviði umferðaröryggis. Fræðsla er stór þáttu starfseminnar og fá allir starfsmenn varnarliðsins, íslenski og bandarískir, reglubundna þjálfun á þessu sviði. Vinnuslys eru fátíð á Keflavíkurflugvelli og er það ekki hvað síst að þakka árangursríkri starfsþjálfun og eftirliti. Náið samstarf er við Vinnueftirlit ríkisins og önnur íslensk yfirvöld um öryggi á vinnustöðum og vinnuvernd á Keflavíkurflugvelli og hafa Magnús og starfsfólk hans áður hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín.
Íslensk vinnuverndarlög gilda á Keflavíkurflugvelli. Sú vinnuregla er þó viðhöfð að ávallt er farið eftir þeim lögum og reglugerðum, íslenskum eða bandarískum, sem ná lengra hverju sinni. Forstöðumaður og eftirlitsmenn vinnueftirlitsins eru íslenskir og annast þeir reglubundið eftirlit með öryggi og vinnuvernd í öllum mannvirkjum og á vinnustöðum á varnarsvæðinu auk öryggis við íþrótta- og tómstundaiðkun svo og á sviði umferðaröryggis. Fræðsla er stór þáttu starfseminnar og fá allir starfsmenn varnarliðsins, íslenski og bandarískir, reglubundna þjálfun á þessu sviði. Vinnuslys eru fátíð á Keflavíkurflugvelli og er það ekki hvað síst að þakka árangursríkri starfsþjálfun og eftirliti. Náið samstarf er við Vinnueftirlit ríkisins og önnur íslensk yfirvöld um öryggi á vinnustöðum og vinnuvernd á Keflavíkurflugvelli og hafa Magnús og starfsfólk hans áður hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín.