Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinnueftirliðið stöðvar málningarvinnu við DUUS-húsin
Mánudagur 15. september 2003 kl. 22:26

Vinnueftirliðið stöðvar málningarvinnu við DUUS-húsin

Vinnueftirliðið stöðvaði í dag málningarframkvæmdir við DUUS-húsin í Keflavík. Búnaður sem notaður var við vinnuna reyndist ófullnægjandi. Málarar af erlendu bergi brotnir unnu við að mála þakskegg húsanna. Notaður var gaffallyftari með stórri körfu. Til þess að komast upp að þakbrúninni þar sem hún rís hæst var hins vegar notaður stigi sem reistur var upp úr körfunni.

Lögreglan í Keflavík skoðaði aðstæður við DUUS-húsin í morgun og boðaði fulltrúa vinnueftirlitsins á staðinn. Hann stöðvaði framkvæmdir þar sem búnaðurinn uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru til þessarar vinnu.

Meðfylgjandi ljósmynd tók ljósmyndari Víkurfrétta af málningarframkvæmdunum í morgun, skömmu áður en þær voru stöðvaðar. Málarinn er í stiganum sem reistur er upp úr körfunni á lyftaranum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024