Vinnubrögð fulltrúa Garðs í heilbrigðisnefnd ekki til eftirbreytni
N-listinn leggur áherslu á það í bókun á bæjarstjórnarfundi í Garði í gær að vinnubrörgð fulltrúa Sveitarfélagsins Garðs í heilbrigðisnefnd Suðurnesja eru ekki til eftirbreytni og hefur áframhaldandi alvarleg áhrif á lífsgæði fjölda íbúa sveitarfélagsins.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs fjallaði um fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja á dögunum. „Með vísan til þess að Heilbrigðisnefnd hefur samþykkt framlengt starfsleyfi vegna heitloftsþurrkunar fiskafurða til eins árs, ályktar bæjarráð að eftir maí 2018 verði heitloftsþurrkun fiskafurða alfarið hætt í Sveitarfélaginu Garði,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs sem síðan var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Garðs í gær.