Vinna við nýtt umhverfismat Suðurnesjalínu 2 að hefjast
	Landsnet hf. hefur nú fengið tilnefningar í verkefnaráð sem senn tekur til starfa vegna vinnslu nýs umhverfismats fyrir Suðurnesjalínu 2. 
	Fyrsti fundur verkefnaráðsins verður í næstu viku, og verða á þeim fundi lögð drög að vinnunni framundan.
	Síðustu vikur hafa flest sveitarfélög á Suðurnesjum ályktað um flutning raforku til Suðurnesja og hvatt Landsnet til að leysa þann vanda sem nú steðjar að Suðurnesjum með aðeins eina flutningslínu milli Suðurnesja og megindreifikerfis landsins.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				