Vinna við björgun Guðrúnar Gísladóttur KE í Noregi tefst enn vegna viðgerða
Ekki verður hægt að hefja aftur vinnu við björgun Guðrúnar Gísladóttur KE, sem sökk við Lófóten fyrir rúmu ári síðan, fyrr en í fyrsta lagi á laugardag. Björgunarskipið Stakkanes skemmdist fyrir tæpum tveimur vikum og viðgerð hefur tafist vegna sumarleyfa á skipasmíðastöð sem vinnur að viðgerðinni, segir á vef Morgunblaðsins í dag.
„Við erum ennþá í slipp," segir Haukur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Íshúss Njarðvíkur, eigandi Guðrúnar Gísladóttur. „Það er mannekla vegna sumarleyfa og gengur alveg löturhægt."
Skipasmíðastöðin heitir Skarvik og er í bænum Svolvær. Haukur segir að aðeins tveir menn vinni að viðgerðinni. Í fyrstu var vonast eftir því að skipið yrði tilbúið um sl. helgi eða í síðasta lagi á mánudag, en ekki er útlit fyrir að fleiri fáist til verksins og því tefst það.
Kafarar á vegum norska fyrirtækisins Seløy Undervannservice hafa snúið sér að öðru verkefni sem þeir fengu skammt þar frá meðan beðið er eftir því að Stakkanesið verði klárt, en að sögn Hauks hafa Íslendingarnir átta sem unnið hafa að björguninni lítið fyrir stafni. Þeir dvelja í verbúð og vel fer um þá, enda hefur veður verið gott upp á síðkastið. „Það fer ekkert illa um okkur en það er voðalega pirrandi að hanga yfir engu og eiga eftir töluvert af verkinu," segir Haukur. Hann telur þó ekki að töfin hafi nein áhrif á björgunarverkefnið í heild.
Skemmdir komu á björgunarskipið þegar tankur sem búið var að sökkva og festa við Guðrúnu Gísladóttur KE slitnaði frá flakinu og rakst í Stakkanesið.
Morgunblaðið greinir frá.
„Við erum ennþá í slipp," segir Haukur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Íshúss Njarðvíkur, eigandi Guðrúnar Gísladóttur. „Það er mannekla vegna sumarleyfa og gengur alveg löturhægt."
Skipasmíðastöðin heitir Skarvik og er í bænum Svolvær. Haukur segir að aðeins tveir menn vinni að viðgerðinni. Í fyrstu var vonast eftir því að skipið yrði tilbúið um sl. helgi eða í síðasta lagi á mánudag, en ekki er útlit fyrir að fleiri fáist til verksins og því tefst það.
Kafarar á vegum norska fyrirtækisins Seløy Undervannservice hafa snúið sér að öðru verkefni sem þeir fengu skammt þar frá meðan beðið er eftir því að Stakkanesið verði klárt, en að sögn Hauks hafa Íslendingarnir átta sem unnið hafa að björguninni lítið fyrir stafni. Þeir dvelja í verbúð og vel fer um þá, enda hefur veður verið gott upp á síðkastið. „Það fer ekkert illa um okkur en það er voðalega pirrandi að hanga yfir engu og eiga eftir töluvert af verkinu," segir Haukur. Hann telur þó ekki að töfin hafi nein áhrif á björgunarverkefnið í heild.
Skemmdir komu á björgunarskipið þegar tankur sem búið var að sökkva og festa við Guðrúnu Gísladóttur KE slitnaði frá flakinu og rakst í Stakkanesið.
Morgunblaðið greinir frá.