Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vinna sameiginleg verkefni með vinabæjum á Norðurlöndum
Þriðjudagur 13. apríl 2004 kl. 13:11

Vinna sameiginleg verkefni með vinabæjum á Norðurlöndum

Reykjanesbær vinnur að fjórum samstarfsverkefnum með vinabæjum sínum á Norðurlöndum.
Þeir eru Kristiansand í Noregi, Trollhattan í Svíþjóð, Hjörring í Danmörku og Kerava í Finnlandi.
Verkefnin snúa að samanburði á ýmsum þáttum í heimaþjónustu, skoðun á gæðamælikvörðum í grunnskólum á Norðurlöndnum, auknum áhrifum ungs fólks á bæjarstjórnarmál  og svokölluðu Bertelsmannprófi, sem mælir ýmsa þætti í gæðum stjórnsýslu sveitarfélaganna.
Þriðja Bertelsmannprófið stendur einmitt yfir hjá sveitarfélögunum fimm og þannig er að myndast sterkur samanburðargrunnur. Sveitafélögin sjálf hafa forgöngu í fyrstu þremur verkefnunum en Bertelsmann prófið er unnið undir yfirstjórn Osloarháskóla.

Að sögn Árna Sigfússonar bæjarstjóra, sem er nýkominn frá vinnufundi bæjarstjóranna vegna verkefnanna, hefur verkefnunum þokað vel áfram og gert ráð fyrir að niðurstöður í samanburðarvinnunni verði lagðar fyrir fund bæjarfulltrúa í júní n.k..
Árni segir að með þessum verkefnum hafi vinabæjarsamskiptin fengið mjög skýran farveg og mikilvægt að eignast þannig samstarfsaðila sem læra hver af öðrum til að auka gæði í samfélögum sínum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024