Vinna fiskúrgang í minkafóður fyrir Dani
Góður gangur hefur verið í vinnslunni hjá Skinnfiski í Sandgerði eftir að sjómannaverkfallinu lauk og hefur iðulega verið unnið fram eftir á kvöldin. Skinnfiskur vinnur dýrafóður úr fiski og fiskúrgangi og hefur framleiðslan öll verið seld til danskra loðdýraframleiðenda.
Þetta kemur fram á InterSeafood.com-- Við kvörtum ekki. Það hefur verið mikið að gera eftir að verkfallinu lauk, segir Ari Leifsson framkvæmdastjóri en hann segir góðan stíganda hafa verið í starfsemi fyrirtækisins eftir að vinnslan hófst á árinu 1997. Samtök danskra loðdýrabænda, Dansk Pels Union, á 25% hlut í Skinnfiski og kaupa samtökin alla framleiðsluna af fyrirtækinu.
Að sögn Ara er mikil samkeppni um hráefnið og eru fiskimjölsverksmiðjurnar helstu keppinautarnir auk þess sem færst hefur í vöxt að þurrkunarfyrirtæki, sem aðallega þurrka þorsk- og ýsuhausa, þurrki fiskhryggi.
-- Við keppum ekki um þorsk- og ýsuhausa við þurrkarana og sömuleiðis hefur verið erfitt að keppa við þá um hryggina. Við teljum okkur hins vegar alveg vera samkeppnishæfa við fiskimjölsverksmiðjurnar um kaup á t.d. loðnu eins og verðið var á síðustu vertíð, segir Ari en hann upplýsir að allur fiskur á fiskúrgangur sem nýttur er til fóðurframleiðslunnar sé hakkaður hjá fyrirtækinu og úr því verði nokkurs konar fiskfars sem fryst sé í 25 kílóa pakkningum á pönnum. Alls starfa 9 til 14 manns hjá Skinnfiski og segir Ari að þótt hægt sé að skapa aukin verðmæti með því að nýta fiskúrganginn í dýrafóður þá sé þetta fyrst og fremst vinnsla sem byggist á því að keyra sem allra mest magn í gegnum vinnsluna á sem skemmstum tíma.
Þetta kemur fram á InterSeafood.com-- Við kvörtum ekki. Það hefur verið mikið að gera eftir að verkfallinu lauk, segir Ari Leifsson framkvæmdastjóri en hann segir góðan stíganda hafa verið í starfsemi fyrirtækisins eftir að vinnslan hófst á árinu 1997. Samtök danskra loðdýrabænda, Dansk Pels Union, á 25% hlut í Skinnfiski og kaupa samtökin alla framleiðsluna af fyrirtækinu.
Að sögn Ara er mikil samkeppni um hráefnið og eru fiskimjölsverksmiðjurnar helstu keppinautarnir auk þess sem færst hefur í vöxt að þurrkunarfyrirtæki, sem aðallega þurrka þorsk- og ýsuhausa, þurrki fiskhryggi.
-- Við keppum ekki um þorsk- og ýsuhausa við þurrkarana og sömuleiðis hefur verið erfitt að keppa við þá um hryggina. Við teljum okkur hins vegar alveg vera samkeppnishæfa við fiskimjölsverksmiðjurnar um kaup á t.d. loðnu eins og verðið var á síðustu vertíð, segir Ari en hann upplýsir að allur fiskur á fiskúrgangur sem nýttur er til fóðurframleiðslunnar sé hakkaður hjá fyrirtækinu og úr því verði nokkurs konar fiskfars sem fryst sé í 25 kílóa pakkningum á pönnum. Alls starfa 9 til 14 manns hjá Skinnfiski og segir Ari að þótt hægt sé að skapa aukin verðmæti með því að nýta fiskúrganginn í dýrafóður þá sé þetta fyrst og fremst vinnsla sem byggist á því að keyra sem allra mest magn í gegnum vinnsluna á sem skemmstum tíma.