Vinna að nýrri gjaldskrá
Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur falið bæjarráði að vinna tillögu að gjaldskrám fyrir „Sameiginlegt sveitarfélag Sandgerðis og Garðs“ sem verður lögð fyrir fund bæjarstjórnar í september 2018.
Bæjarráð samþykkti á sínum fyrsta fundi að láta vinna tillögu að samræmdri gjaldskrá fyrir sveitarfélagið út frá gildandi gjaldskrám í Sandgerði og Garði og leggja fyrir bæjarráð ekki síðar en á fyrri fundi þess í ágúst og muni hún gilda út árið 2018. Gildandi ákvarðanir um skatttekjur verða þó ekki endurskoðaðar fyrir árið 2018.