Vinna 100.000 rúmmetra grjóts úr Eldvarpahrauni
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar hefur óskað eftir heimild til að hefja vinnu við að óska framkvæmdaleyfis fyrir grjótnámu í Eldvarpahrauni. Svæðið er þegar raskað vegna grjótvinnslu m.a. þegar sjóvarnargarðar voru settir við Grindavíkurhöfn. Á aðalskipulagi er svæðið merkt sem E6 og gert er ráð fyrir að vinna 100 þúsund rúmmetra grjóts. Skipulagsnefnd Grindavíkur samþykkir að heimila sviðsstjóra að hefja vinnuna.