Vindmylla sett upp á Ásbrú
Í byrjun apríl hófu nemendur tæknifræðináms Keilis á Ásbrú að undirbúa grunninn fyrir vindmyllu Orkurannsókna sem notuð verður við kennslu og rannsóknir hjá Keili.
Nemendurnir eru þessa dagana meðal annars að vinna að lagningu samskiptasnúra og orkukapla, auk þess sem búið er að reisa mastur fyrir vindmylluna.
Kerfið í heild sinni mun hafa 100 vatta vindhverfla ásamt veðureftirlitsbúnaði og mun orkan sem myndast frá vindhverflunum vera notuð til þess að lýsa upp upplýsingaskilti sem staðsett verður við vindmylluna og knýja sjálfvirkan gagnaritara við vindmylluna.