Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vind lægir og hiti hækkar
Föstudagur 28. júlí 2017 kl. 09:41

Vind lægir og hiti hækkar

Nú er töluverður vindur á Suðurnesjum og hálfskýjað. Vind á eftir að lægja þegar líður á daginn og hitinn hækkar. Þannig er gert ráð fyrir að hiti nái 17 gráðum á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag. Það þýðir að hitinn getur orðið eitthvað hærri niðri í bæ í Reykjanesbæ.
 
Faxaflói
 
Norðaustan 8-15 m/s, hvassast við fjöll, en sums staða hafgola síðdegis. Skýjað með köflum og hiti 12 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum.
 
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
 
Norðaustan 3-10 m/s og skýjað með köflum eða bjartviðri. Hiti 13 til 18 stig.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024