Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 17. febrúar 2006 kl. 09:13

Vind hægir með kvöldinu

Klukkan 6 var norðlæg átt, 15-20 m/s vestanlands, en mun hægari austan til. Snjókoma eða slydda var á norðanverðu landinu, rigning austanlands, en annars bjart með köflum. Hiti var frá 7 stigum á Suðausturlandi, niður í 3ja stiga frost á Vestfjörðum.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 13-18 m/s, en sums staðar 23 m/s á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hægari með kvöldinu og austan 3-8 á morgun og léttir til. Hiti 0 til 5 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024