Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vínbúðin flyst niður á Hafnargötu
Mánudagur 18. október 2004 kl. 17:55

Vínbúðin flyst niður á Hafnargötu

Til stendur að flytja Vínbúðina í Keflavík um set og opna nýja og betri búð í sama húsi og 10-11 við Hafnargötuna. Nú standa yfir miklar breytingar á húsnæðinu, en verslun 10-11 verður enn í sama húsi með minna búðarrými.

Þegar Ljósmyndara Víkurfrétta bar að var búið að saga stóra fleka úr útvegg hússins sem snýr að Hafnargötu. Þar verður inngangur nýrrar 10-11 verslunar en Vínbúðin verður í þeim enda sem fjær er Kjarna.

Eyjólfur Eysteinsson, verslunarstjóri Vínbúðarinnar sagði í samtali við Víkurfréttir að til hafi staðið að finna nýtt húsnæði í nokkurn tíma. „Við erum að vonast til að geta opnað fyrir jól við aðalverslunargötu bæjarins, en ef það bregst verður það ekki seinna en í janúar.“

Eyjólfur, sem lætur af störfum á næsta ári eftir 15 ára starf, segist afar spenntur fyrir því að færa sig um set. „Við erum ekki að fara út í miklar breytingar í rekstrinum í sjálfu sér, en í nýju búðinni verður sama yfirbragð og tíðkast í öðrum Vínbúðum. Það verður allt opnara og skemmtilegra, en gamla búðin er svolítið dimm,“ sagði Eyjólfur að lokum.
VF-myndir/Þorgils Jónsson: strákarnir unnu hörðum höndum í dag við að saga út úr veggnum en að er allt annað er hreinlegt verk eins og sjá má af myndunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024