Vínbúð í Suðurnesjabæ
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt erindi frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, þar sem fyrirtækið óskar eftir leyfi til reksturs áfengisverslunar í Suðurnesjabæ.
Bæjarráð tók erindið fyrir á dögunum og samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja erindið. Bæjarstjórn samþykkti svo samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að veita ÁTVR leyfir til að reka áfengisverslun í Suðurnesjabæ.
Ekki er opinbert fyrir hvort Vínbúðin verði staðsett í Garði eða Sandgerði.