Vímaður undir stýri og með ræktun heima hjá sér
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöld ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann var á ferð í Reykjanesbæ. Um fimm grömm af kannabisefnum fundust við leit í bifreiðinni. Gerð var húsleit heima hjá ökumanninum, og fundust þar 130 kannabisplöntur á mismunandi ræktunarstigum, 156 gr. af tilbúnu kannabisefni, tæki og tól til ræktunar og áhöld til fíkniefnanotkunar.