Vímaður ökumaður með sveppapoka
Ökumaður sem lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu í gær vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna viðurkenndi að vera einnig ölvaður. Í hólfi undir farþegasæti í bifreið hans fannst poki með sveppum og viðurkenndi hann eign sína á þeim. Hann var handtekinn og færður í sýna- og skýrslutöku.
Annar ökumaður sem tekinn var úr umferð af sömu ástæðu framvísaði kannabisefnum og var hann einnig handtekinn og færður á lögreglustöð.