Vímaður ferðamaður ók út í hraun við Bláa lónið
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum tekið nokkra ökumenn úr umferð vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Erlendur ferðamaður ók út í hraun við Bláa lónið og festi bifreið sína þar. Niðurstöður sýnatöku reyndust jákvæðar á neyslu kannabis og áfengis.
Í öðrum málum vegna meints fíkniefnaaksturs haldlagði lögregla talsvert magn af fíkniefnum. Má þar nefna amfetamín, mdma og kannabisefni.
Í húsleit sem gerð var í íbúðarhúsnæði um helgina fundust svo oxycontin og kannabisefni.