Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vímaður á stolnum bíl
Þriðjudagur 9. apríl 2019 kl. 12:23

Vímaður á stolnum bíl

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum stöðvað sex ökumenn sem reyndust aka án ökuréttinda. Einn þeirra var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur. Sá ók sviptur ökuréttindum og var á bifreið sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi. Hann hafði ekki náð 18 ára aldri og var forráðamönnum því gert viðvart og tilkynning send til barnaverndarnefndar.
Nokkrir  ökumenn til viðbótar voru teknir úr umferð vegna vímuefnaaksturs og fáeinir kærðir fyrir hraðakstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024