Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Viltu reka tjaldstæði í Grindavík?
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 1. október 2019 kl. 08:48

Viltu reka tjaldstæði í Grindavík?

Grindavíkurbær hefur auglýst til leigu aðstöðu og rekstur tjaldsvæðis í Grindavík næstu fimm ár, eða frá 1. mars 2020. Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins og umhirðu, ásamt markaðssetningu þess. Tilboðsfrestur er til mánudagsins 28. október nk.

Í auglýsingu segir að áskilinn sé réttur til að hafna öllum tilboðum. Jafnframt að öllum tilboðum verði svarað skriflega eftir að ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar liggur fyrir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024