Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • „Viltu laga fótboltavöllinn og hólinn okkar?“
    Magnús bæjarstjóri ásamt drengjunum galvösku.
  • „Viltu laga fótboltavöllinn og hólinn okkar?“
    Bréfið góða.
Þriðjudagur 14. apríl 2015 kl. 11:02

„Viltu laga fótboltavöllinn og hólinn okkar?“

Leikskólastrákar sömdu bréf og boðuðu til fundar með bæjarstjóra.

„Endilega komdu í heimsókn til okkar næst þegar er rigning og við sýnum þér þetta,“ sögðu sex nemendur í leikskólanum Gefnarborg í Garði í bréfi sem þeir mættu með á skrifstofu Magnúsar Stefánssonar bæjarstjóra á dögunum. Í bréfinu, sem þeir sömdu sjálfir, biðja þeir um úrbætur vegna þess að þeim er farið að blöskra ástand leikskólalóðarinnar. Ekki er hægt að leika sér á lóðinni án þess að verða skítugur upp fyrir haus.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vel var tekið á móti áhugasömum fundarmönnum. 

Magnús bæjarstjóri tók vel á móti drengjunum, las bréfið upphátt og þáði heimboðið. „Vonir standa nú um að börnin nái að sannfæra bæjarstjórann um nauðsyn þess að fara í endurbætur á leikskólalóðinni sem allra fyrst. Strákarnir spila yfirleitt fótbolta í útiverunni og voru farnir að kvarta yfir því að komast ekki út aftur því fötin þeirra voru svo skítug,“ segir Elsa Pálsdóttir, leikskólastjóri.

Bæjarstjórinn les upp bréfið.

Leikvöllurinn, þar með talið fótboltasvæði og hóll, sem börnin nota mjög mikið, hefur komið mjög illa undan vetri og er eitt drullusvað. „Oftast þarf að skola föt barnanna eftir útiveruna og því komast þau yfirleitt ekki aftur út þann daginn. Spurningin var bara hvað hægt yrði að gera í málinu. Í sameiginlegri lausnaleit barnanna og kennara þá kom upp sú tillaga að senda bæjarstjóranum bréf og boðað til fundur með bæjarstjóra. Um leið og hann hafði lesið bréfið koma einlæg spurning frá einum drengjanna: „Hvenær ætlar þú svo að laga þetta?“

Hóllinn sem drengirnir vilja láta laga. 

Eins og sjá má er fótboltavöllurinn eitt drullusvað.  

VF/Olga Björt